Úlfur IPA

Úlfur 

Plinius eldriRómverski náttúrufræðingurinn Plinius eldri ritaði Naturalis Historia, alfræðirit um náttúruvísindi sem kom út um árið 78 e.kr. Þar fjallar hann um sínar athuganir á náttúrunni í 37 bindum. Í bók 21, kafla 50 minnist Plinius á jurt sem að hann og hans samtímamenn kölluðu Lupus Salictarius, sem að mætti þýða á íslensku sem „úlfur á meðal runna“, og hefur væntalega átt við klifureiginleika plöntunnar auk þess sem að plantan getur dreift sér og fjölgað sér mjög mikið við réttar aðstæður. Þessa plöntu þekkjum við í dag undir latneska heitinu sem að Carl von Linné gaf því; Humulus Lupulus, eða humall, á góðri íslensku.

Stulli sleikir humalHumallinn á sér ekki svo langa sögu í bjórgerð. Fyrir þúsund árum síðan var hann notaður víða í Evrópu ásamt ýmsum öðrum jurtum og kryddum við bjórgerð, en þegar leið á 16. öld var víðast hvar einungis notast við humla til að krydda ölið. Með tímanum áttuðu menn sig á því að humlar gátu varið gegn sýkingum auk þess sem að hægt var að nota humla til að beiskja ölið, gefa því bragð og einnig lykt. Talið er, þó ekki sé hægt að vita það með vissu, að bjór hafi almennt verið mikið humlaður á öldum áður.

IPA


imagesCAV57I3GÁ Englandi í upphafi iðnvæðingar á 18. öld var tækni þróuð til að framleiða malt til ölgerðar sem var mjög ljóst á litinn. Þangað til hafði maltið oftast verið þurrkað yfir opnum eldi, sem gerði það að verkum allur bjór hafi líklegast verið brúnn/dökkur og með reyktu bragði áður en þessi nýja tækni leit dagsins ljós.  Þessi tækni var fljótlega flutt inn til Bæheims þar sem til varð Pilsen bjór, sem er grunnurinn að þeim bjórstíl sem er langsamlega vinsælastur í dag, en það er önnur saga. Fyrstu ljósu bjórarnir voru s.s. framleiddir á Englandi í upphafi 18. aldar. Til varð bjórstíll sem varð mjög vinsæll meðal hefðarmanna og víða framleiddur í aðalsmanna-setrum, sem kallaðist „Október bjór.“ Sjá var ljós, alkóhólríkur og var notað mikið af humlum, þar sem þessi bjór var gjarnan geymdur í amk. eitt ár áður en hann var drukkinn og oft vel lengur en það.

Það var svo George nokkur Hodgeson, eigandi Bow brugghússins, sem sá sóknarfæri í að senda bjór til Indlands um miðja 18. öld. Skip Austur-Indíafélagsins komu drekkhlaðin til Evrópu, en fóru til baka með nóg af plássi, auk þess var mikið af bjórþyrstum breskum verslunarmönnum í nýlendunum, svo ekki sé minnst á hermennina. Því gat Hodgeson sent bjór út á nokkuð góðum kjörum. Til þess að bjórinn myndi þola siglinguna suður í kringum Afríku og svo loks til Indlands, þyrfti bjórinn að innihalda mikið alkóhól og mikið af humlum, hvorutveggja hlutir sem bruggarar þess tíma áttuðu sig á að myndi auka geymsluþol.

Og til varð IPA, sem stendur fyrir India Pale Ale. Þessi bjór varð gríðarlega vinsæll á Indlandi, og enn seinna var hann víða drukkinn á Englandi, enda höfðu mörg brugghús bæst í hópinn sem framleiddu bjór í þessum stíl, að einhverjum hluta vegna þess að útflutningur á bjór til Rússlands hafði hrunið. Með tímanum duttu þessir bjórar úr tísku á Englandi, auk þess sem heimsstyraldir og hráefnisskortur sem fylgdi þeim höfðu bein áhrif á bjóriðnaðinn á Englandi í upphafi 20. aldar.

Þegar komið var fram á 8. áratug 20. aldar fóru ýmsir bjóráhugamenn og áhugabjórgerðarmenn að opna lítil brugghús. Meðal þeirra fyrstu eru stórveldin Sierra Nevada í Kaliforníu og Boston Beer Co, sem framleiðir Sam Adams. Á þeim tíma fóru menn að enduruppgötva humalinn og notuðu óspart vel og mikið af jurtinni.  Þar sem stærstu humlaræktunarsvæði Bandaríkjanna eru á Vesturströndinni, er etv. ekki skrýtið að vesturstrandar míkróbrugghúsin voru nokkuð leiðandi í mjög humluðum bjórum og fara að titla humluðustu bjórana sína IPA. Það er nú orðið svo að IPA stíllinn er vinsælasti bjórstíllinn meðal lítilla brugghúsa í Bandaríkjunum.

Úlfur IPA

 

Ulfur flaskaÚlfur IPA sver sig í ætt við það besta sem er framleitt á vesturströnd Bandaríkjanna og kemur eflaust mörgum íslendingnum í opna skjöldu hvað varðar bragð og lykt.  Lyktin er af ferskum sítrus ávöxtum, þá sérstaklega greipaldini, sem er einnig til staðar í bragðinu, og öflug beiskjan fær mann til að þrá annan sopa.  Einungis eru notaðir amerískir humlar í Úlf, og humlum bætt í suðu og eftir gerjun, sem er svokölluð „þurrhumlun“.

Pilsmalt, munchen malt og caramel malt gefa grunninn og columbus, cascade, simcoe og amarillo humlar halda uppi gleðinni.  Beiskjan á Úlfi er 60 IBU, en til samanburðar er venjulegur bjór oftast um 20 IBU.  Til að njóta til fulls er æskilegast að drekka við 8-12°C.Úlfur fer vel með ýmsum réttum, sérstaklega krydduðum, t.a.m. Thai, indverskum og mexíkóskum mat og fer mjög vel með vel þroskuðum cheddar og öðrum hörðum ostum.

 

EfnisvalmyndEining

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Toppbjór sem setur ný viðmið í íslenskri bruggun.

Besti IPA sem ég hef drukkið.

Pétur (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband