Bjartur blond

Úr ensk-íslenskri orðabók:

Blond: Lýsingarorð; ljóshærður, ljós yfirlitum.  Nafnorð; ljóshærður maður.

Hvað er "blond bjór"? spyrja vafalaust margir sjálfan sig.  Svarið er aldeilis ekki einfalt.  Eins og uppfletting í orðabóki sýnir, merkir "blond" maður sem er ljós yfirlitum, eða jafnvel ljóshærður.  Blond(e) hefur löngum verið notað til að lýsa bjórum frá því að ljósir bjórar fóru að birtast í kjölfar iðnbyltingarinnar og hefur á síðustu misserum verið notað til að lýsa bjórum úr ýmsum stílum, s.s. helles, kölsch, ljósöli, klausturöli o.fl.  Það sem að allir bjórar sem að eru nefndir blond(e) eiga sameiginlegt, er að þeir eru ljósir yfirlitum.  Þegar að ég setti saman uppskriftina að Bjarti langaði mig til að blanda saman tveim stílum sem ég held mikið upp á, annarsvegar bæverskur helles og hinsvegar speciale belge öl.

Helles

HofbrauOrðið helles er komið úr þýsku.  Helles er nafnorð og þýðir bjartur.  Helles er komið af þýska lýsingarorðinu hell, sem þýðir ljós.  Helles stíllinn varð til í Spaten brugghúsinu í Munchen í lok 19. aldar.  Fyrir þann tíma var, eins og víðar, dökkur bjór almennt drukkinn, en vatnið í Munchen hentaði sérstaklega vel til gerðar á dunkles bjórum.  Þegar að spurðist út um hina undursamlega ljósa bjóra frá Pilsen vildu bruggarar í Munchen ekki vera neinir eftirbátar í þeim efnum.  Þeir sköpuðu ljósan bjór sem innihélt nokkuð mun minni beiskju heldur en bjórarnir sem komu frá Pilsen sem leyfði maltinu að skína í gegn.  Helles bjórar í dag hafa gómsæta mýkt með brauðkenndu bragði og létta blómlega angan frá humlunum.

Speciale belge

BruegelÍ upphafi 20. aldar hélt hinn ljósi bjór frá Pilsen innreið sína í Belgíu auk þess sem að bjórinnflutningur frá Englandi var að sækja í sig veðrið.  Niðurlendingar og Flæmingjar hafa löngum haft ríka ölgerðarhefð og félag bruggara í Belgíu í samvinnu við nokkra háskóla setti saman keppni árið 1904 þar sem að markmiðið var að þróa ljósan bjór sem að hægt væri að stilla upp á móti pilsnernum og ljósölinu frá Englandi, en hefði "sér belgísk" einkenni.  Til varð stíllinn speciale belge og ganga bjórar í þessum stíl undir nafninu speciale, belge, amber eða jafnvel pale ale.  Um er að ræða dásamlega drykkjarhæfa bjóra sem eru oft karamellulegir á litinn en mjög léttir og frískandi með ávaxtaríkri angan, oft af appelsínu.  Góð dæmi eru de Koninck og Palm speciale.

Bjartur blond

Bjartur inniheldur pilsmalt, ljóst karamellumalt, perle humla frá Þýskalandi og goldings humla frá Slóveníu að ógleymdu vatni úr Gvendarbrunnum.  Bjartur er karamellugylltur á lit og er þurr en þó með þægilegu maltbragði.  Blómleg og ávaxtarík lykt fylla vitin og smá appelsína leynist í bragði.  Best er að drekka Bjart við 8-12°C.  Bjartur fer vel með ýmsum salatrétturm, grilluðum kjúklingi, pylsum og fer sérstaklega vel með sushi.  Emmenthaler, appenzeller og ýmsir gouda ostar fara vel með Bjarti.

Skál


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt Stulli, til hamingju með þetta. Hvað er næst? Samsuðungur af flæmsku rauðöli og... nei, tvöfalt flæmskt rauðöl! Hveitibjórinn Budweisen?

Daði (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 19:05

2 identicon

Ef þú kemst með tærnar á sama fermetra og de Koninck og Palm, þá áttu skilið að fá fálkaorðuna! (sagði hann og fékk sér annan sopa af Úlf)

Finnur (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 00:14

3 identicon

Smakkaði Bjart í gær og varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Frábær bjór. Úlfurinn var hins vegar uppseldur, svo ég verð aðeins að bíða með hann. Til lukku!

Tryggvi M. Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband