Laugardagsmálverkið #2

Bruegel

 "Alþýðubrúðkaupið" frá 1568 eftir Pieter Bruegel

Bruegel er álitinn einn merkasti myndlistamaður Niðurlanda frá 16. öld.  Hann fæddist annaðhvort í Breda eða Bree en settist að í Antwerpen og síðar í Brussel.  Flest málverkin hans snúast um alþýðumenningu og gefa okkur sýn inní heim flæmskrar alþýðu þess tíma.  Bjór er oft drukkinn á myndum Bruegels, enda voru Flæmingjar, og eru enn, mikil bjórframleiðsluþjóð.

Alþýðubrúðkaupið sýnir okkur brúðkaupsveislu þar sem verið er að bera fram bygggraut, tónlistarmenn eru að spila og syngja og verið er að hella bjór í drykkjarílát.  Ómögulegt er að vita nákvæmlega hvernig eða hvaða bjór þau eru að drekka, en það er nokkuð víst að um er að ræða það sem að kallast í dag lambic bjór sem er enn í dag framleiddur í Senne dalnum í Pajottenland og í Brussel.  Lambic bjórar eru framleiddir með frumstæðustu og elstu bjórframleiðsluaðferðum sem eru notaðir í dag og gefur okkur hugmynd um hvernig að bjór bragðaðist fyrir örverubyltingu Pasteurs í lok 19. aldar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband