Herramannsmatur #2 - Úlfur IPA Sinnep með karamelíseruðum lauk og fíkjum

Mér finnst sinnep alveg rosalega gott.  Ég er líka haldinn mjög mikilli þörf til að búa allt til algerlega frá grunni, mætti jafnvel kalla það þráhyggju.  Hér er uppskrift að sinnepi sem ég fékk upprunalega frá kunningja mínum Sean Z. Paxton sem ég kynntist þegar að ég starfaði hjá Russian River brugghúsinu í Santa Rosa, Kaliforníu. Ég hef breytt og bætt upprunalegu uppskriftina mjög mikið og mun örugglega halda áfram að þróa uppskriftina þangað til að fullkomnun hefur verið náð.  Ég lagði í þessa um helgina, og er ekki frá því að fullkomnunin sé ekki langt undan, ef að það sé jafnvel ekki bara komið :)

 

Úlfur IPA SinnepUm er að ræða sterkt og bragðmikið sinnep þar sem að sætan, sýran og styrkurinn eru í góðu jafnvægi ( að mínu mati :).

 








  • 1 flaska Úlfur IPA
  • 100 gr gul sinnepsfræ
  • 80 gr brún sinnepsfræ
  • 5 stk þurrkaðar fíkjur
  • 1 bolli edik
  • 30 gr ósaltað smjör
  • 2 msk olía
  • 125 gr laukur (helst shallottulaukur)
  • 2 msk hunang
  • 1 msk timjan
  • 1 msk sinnepsduft
  • 2 tsk salt
  • 1 msk sykur
  • 1 tsk nýmalað pipar

Kvöldið áður en sinnepið er búið til:

setja Úlf IPA, sinnepsfræ, fíkjur (skornar í bita) og edik í box með loki og setja í ísskápinn.  Þetta er gert til að mýkja upp í sinnpsfræjunum svo að auðveldara sé að mauka þá.

Daginn eftir:

Saxa laukinn og hita smjörið og olíuna á pönnu.  Þegar að pannan er orðin heit þá er laukurinn steiktur við mátulegan hita í 8-10 mínútur og oft hrært.  Markmiðið er að karamelísera laukinn, ekki brenna!  Þegar að laukurinn er orðinn fagurlega brúnn og lyktar svolítið sætt, þá er hunanginu og timjaninu bætt við, hrært í og steikt í ca mínútu í viðbót.

Takið pönnuna af helluni og leyfið að standa á meðan að fundið er til matvinnsluvél, sinnepsduft, salt, sykur og pipar og sinnepsfræin tekin úr ísskápnum.

Setjið allt saman í matvinnsluvélina og hakkið þangað til að óskuð áferð er komin.  Ath; því fleiri heil sinnepsfræ sem skilin eru eftir, því mildari verður sinnepið og þ.a.l. því maukaðra sem sinnepið er því sterkari verður það.

Setjið svo sinnepið í krukku(r) og inn í ísskáp.  Gott er að leyfa sinnepinu að standa í 3-7 daga til að leyfa öllum brögðunum að blandast áður en þess er neytt.  Ef að hreinlætis er gætt og krukkur sótthreinsaðar, geymist sinnepið mjög lengi.

 ATH þessi uppskrift gefur ca líter af sinnepi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vinurinn,

Þetta er stórfín síða hjá þér. Vissi ekki að þú værir svona dolfallinn af kokknum líka. 

Fylgist vel með!

 Skál!

Daði (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:18

2 identicon

Mjög vandaður og góður IPA. Ekki langt frá því sem maður kallar fullkominn IPA. Persónulega fannst mér þó fyrri útgáfa betri, þessi sem var um 8% á krana hjá ykkur i bjórskólanum. Vð hjá Bjórbókinni fögnum þó komu þessa frábæra bjórs sem er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga. Sjá nánar hér http://www.bjorbok.net/UlfurIPA.htm

Bjórbókin (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband